Fara yfir á efnissvæði
SGS Logo

Gagnlegar upplýsingar

Starfsfólk

Á þinginu mun starfsfólk SGS verða til taks og veita aðstoð og upplýsingar til þingfulltrúa, s.s. varðandi tæknimál, dagskrá þingsins o.fl.

Starfsfólk SGS á þinginu:
Drífa Snædal
Árni Steinar Stefánsson
Kristín Ýr Gunnarsdóttir
Ásta Andrésdóttir

Rafrænar kosningar

Í takt við nýja tíma þá verða kosningar á þinginu með rafrænum hætti og fá allir þingfulltrúar úthlutað sínu eigin lykilorði sem finna má á bakhlið nafnspjaldsins. 

Til að kjósa fer viðkomandi inn á kosningavefinn með því að smella á hnapp á forsíðu þingvefsins eða á valmyndinni til hliðar. Þar kýs viðkomandi, slær inn sitt lykilorð í reitinn og smellir svo á "KJÓSA".

Athugið að slá þarf inn lykilorðið fyrir hverja kosningu.

Hótelið

Þing SGS fer fram á Hótel Selfossi sem er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett á Eyravegi 2 á Selfossi. 

Vefsíða hótelsins

Veitingar

Morgunverður
Þann 12. október verður boðið upp á morgunverðarhlaðborð á veitingastað hótelsins á milli klukkan 07:00 og 10:00, en minnt er á að þinghald hefst stundvíslega klukkan 09:00.

Hádegisverður
Boðið verður upp á hádegisverð báða dagana á veitingastað hótelsins.

11. október:
Aðalréttur: Kjúklingabringa með smjörsteiktu smælki ásamt grænmeti og lemongrass-sósu.
Eftirréttur: Crème brûlée, blandaðir ávextir og appelsínu-sherbert

12. október: 
Aðalréttur: Blálanga með humarsósu, smælki og grænmeti.
Eftiréttur: Blandaður ís með ávöxtum og marenges.

Þingveisla

Þingveislan verður haldin á Hótel Selfossi miðvikudaginn 11. október og hefst hún klukkan 19:00.

Matseðill:
Forréttur: Humarsúpa með humarhölum, hvítsúkkulaðirjóma og dilli.
Aðalréttur: Lamb á tvo vegu – fille og lambarille með smælkipressu, Jerúsalem ætiþistlamauki og madeirasósu.
Eftirréttur: Heit súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum.